20.5.2012 | 23:06
Maí 20. til 26. 2012
En ein vikan liðin, þær þjóta hjá. Í síðustu viku var frídagur og því færri æfingar en við bætum okkur það upp í komandi viku með fullri viku af flottum æfingum. Tvö úr hópnum okkar tóku þátt i Fjölnishlaupinu sl fimmtudag og bæði settu þau persónuleg met.
Á fimmtudaginn 24. hittum við Ómar við Ingunnarskóla og göngum, skokkum yfir í Paradísardalinn og þar verður tekin æfing að hætti Ómars.
Bloggar | Breytt 23.5.2012 kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2012 | 21:42
Fjölnishlaup og æfing á fimmtudaginn
Á fimmtudaginn er uppstigningardagur og Ómar verður í fríi. Við gerum samt ráð fyrir að mæta á venjulegum tíma á æfingu - kl. 17:30 við Ingunnarskóla.
Fjölnishlaupið er kl. 11 á fimmtudaginn. Hlaupið er frá íþróttahúsinu við Dalhús, en í boði eru 10 km og 1,4 km. Frítt í sund.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2012 | 18:06
Æfingar vikuna 13. - 19. maí 2012
Á mánudaginn er æfing án þjálfara, eins og venjulega. Við hittumst við aðalinngang Ingunnarskóla klukkan 17:30 og skokkum eða göngum saman þaðan, allt eftir getu hvers og eins. Ákveðum leiðirnar á staðnum.
Á þriðjudaginn verður Ómar með okkur og hittir hann okkur við inngang Ingunnarskóla kl 18:00. Þeir sem vilja, hittast á sama stað hálftíma fyrr og hita upp með stuttu skokki. Ómar ætlar að fara með okkur á grasvöllinn í Leirdal.
Á fimmtudaginn er uppstigningardagur, sem er almennur frídagur. Ekki er víst að Ómar verði með okkur þá, en við mætum samt á hefðbundnum tíma (17:30) og skokkum saman.
Laugardagurinn verður síðan hefðbundinn - mæting klukkan 9 við Ingunnarskóla - leið valinn á staðnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2012 | 08:30
Fimmtudagsæfingin 10. maí hefst við Ingunnarskóla kl: 18:00
Mætum samt kl: 17:30 og hitum upp saman, Ómar kemur svo kl: 18:00 og þá hefst gamanið.
Einn félaginn sem ekki komst á æfingu í gær en fékk fréttir eftir á setti þetta saman.
Bjargið Stefán tekur snar
sterklegur var rumur
Afleiðing aflraunar var
afturhlæðu drunur
Er gengið var á gervigras
getum að má leiða
að hafi fengið hláturgas
Helena og Heiða
Bloggar | Breytt 11.5.2012 kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2012 | 17:39
Alltaf gaman og spennandi.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2012 | 11:04
Útistofan við Reynisvatn kl: 18:00 3. maí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2012 | 22:56
Fylgist vel með bloggsíðunni !
Æfingar með þjálfara þessa vikuna (þriðjudag og fimmtudag) hófust kl. 18 við gervigrasið í Úlfarsárdal. Sumir mættu við Ingunnarskóla kl. 17:30 og skokkuðu þaðan niður í dal, en aðrir komu beint á æfingarnar. Þetta voru skemmtilegar æfingar og gaman að nýta stíga, brekkur, malarkafla og grasbletti í hverfunum til æfinga. Hópmagaæfingar í vegkanti vöktu líka mikla lukku !
N.k. þriðjudag hefst æfingin einnig við gervigrasið, kl. 18. Að öðru leyti verður tilkynnt um æfingar hér á bloggsíðunni, svo fylgist vel með henni. Í sumar verður reynt að setja æfingaplan vikunnar inn á síðuna á sunnudögum, eins og verið hefur í vetur.

Annars eru næstu æfingar á laugardag kl. 9 og á mánudag kl. 17:30, báðar án þjálfara. Mæting við Ingunnarskóla. Við veljum einhverja skemmtilega leið í upphafi hlaups, en oft höfum við hlaupið/gengið eitthvað lengra á laugardögum en aðra daga. Síðasta laugardag var skokkaður hringur upp að Hafravatni í frábæru veðri (mynd), meðan gönguhópurinn gekk um Hólmsheiði. Það geta því allir fundið hreyfingu við sitt hæfi og um að gera að koma og vera með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2012 | 22:42
Útiæfingar
Fyrsta útiæfingin með þjálfara var í dag, vel mætt og ekta hlaupa og úti veður.
Næsta æfing verður kl;18:00 á fimmtudaginn við gerfigrasvöllinn í Úlfarsárdal, mæting við Ingunnarskóla 17:30 og skokka að vellinum ef þið getið annars mæta beint.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2012 | 09:46
Hlaupið á sumardaginn fyrsta í frábæru veðri
Nú á sumardaginn fyrsta var Fram hlaupið haldið í Grafarholti og var hægt að velja að hlaupa 3 eða 7,6 km. Mæting í hlaupið var góð og veðrið lék við hlauparana.
Nú eru komnar myndir frá hlaupinu hér á bloggsíðunni.
Keppt var í tveimur flokkum, börn/ungmenni og fullorðnir. Verðlaun voru veitt fyrir fimm efstu sætin í yngri flokknum og þrjú efstu sætin í fullorðinsflokknum. Öll börn fengu auk þess viðurkenningarskjal. Í efstu sætum í hlaupinu voru:
Í barna/ungmennaflokki (3 km):
Sæti: | Nafn | Tími |
1. | Ari Tómas | 17,38 |
2. | Steinn | 18,12 |
3. | Ólöf | 18,49 |
4. | Sólveig | 19,52 |
5. | Jóhann | 23,09 |
Í fullorðinsflokki (7,6 km):
Sæti: | Konur | Tími | Karlar | Tími |
1. | Vigdís | 42,12 | Gunnar Lárus | 35,01 |
2. | Þórunn | 44,0 | Eiríkur Rúnar | 35,15 |
3. | Jóna Hildur | 44,35 | Kjartan | 39,28 |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2012 | 10:45
Hlaup - góð leið til heilsubótar
...er heitið á fræðslubæklingi sem ÍSÍ gaf út árið 2011 (sjá hér). Þar er að finna leiðbeiningar fyrir þá sem eru að byrja að hlaup, teygjuæfingar o.fl. Þar segir m.a. "Fyrsta hindrunin sem þú þarft að yfirstíga er að taka ákvörðunina um að hlaupa út í lífið og koma sér af stað. Finndu einhvern til þess að hlaupa með því þannig verður það skemmtilegra. Það næsta er að koma hlaupa-æfingunni fyrir í stundaskrá dagsins. Gott er að setja sér markmið enhafðu þau raunhæf."
Það er hægt að nefna margar ástæður fyrir því að fólk ætti að hreyfa sig reglulega, eins og m.a. hefur komið fram áður hér á vefnum. En hvaða ástæður eru fyrir því að fólk hugar ekki að heilsunni með reglulegri hreyfingu - á síðunni www.sportelitan.is eru taldar upp nokkrar algengar ástæður:
- Enginn tími aflögu
- Engin pössun fyrir börnin
- Veðrið
- Engin góð æfingaföt
- Vanlíðan
- "Ég ætla að byrja á morgun"
- Mér finnst hreyfing ekki skemmtileg
- Mig vantar hvatningu og einhvern til að æfa með
- Ég nenni ekki
Hlaupaæfingar vikunnar eru komnar hér til vinstri - spennandi tímar framundan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)