19.2.2012 | 19:15
Hreyfing fyrir líkama og sál

Mikilvægi reglulegrar hreyfingar fyrir heilsu okkar, hafa komið betur og betur í ljós á síðustu árum. Lýðheilsustöð gaf út árið 2008 bækling með ráðleggingum um hreyfingu. Þar eru nefndir ýmsir þættir sem hreyfing hefur góð áhrif á, s.s. að minnka hættu á hjartasjúkdómum, sykursýki og bæta andlega líðan. Ráðlagt er að fullorðnir stundi miðlungserfiða hreyfingu í a.m.k. 30 mínútur á dag.
Einnig kemur fram, að með því að hreyfa sig lengur eða með meiri ákefð er mögulegt að bæta heilsuna enn frekar. Til viðbótar er því æskilegt að fullorðnir stundi erfiða hreyfingu að minnsta kosti tvisvar í viku (20-30 mínútur í senn) því það viðheldur og bætir enn frekar þol, vöðvastyrk, liðleika, jafnvægi og beinheilsu.
Bæklingurinn er fróðlegur og vel þess virði að lesa hann (sjá tengil á hann hér neðst - neðan við færsluna). Einnig er á vef Lýðheilsustöðvar mikið af fróðleik um miklvægi hreyfingar (sjá http://www2.lydheilsustod.is/fraedsla/fraedsluefni/hreyfing/nr/2358)
Annars er plan komandi æfingaviku komið inn hér til vinstri - sjáumst hress og kát .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2012 | 18:46
Alltaf gaman að hreyfa sig:)
Alltaf er gaman að hreyfa sig, taka svolítið á og fá hjartað til að slá hraðar, líðanin á eftir er svo góð. Núna þegar stígar eru að verða auðir og birtan eykst með hverjum deginum þá er enn meira gaman. Ég hlakka alltaf til að fara út og þegar veður er gott halda mér engin bönd, ég hvet alla sem þetta lesa og eru ekki þegar komnir í hópinn að slást í för, aldrei of seint að byrja, þetta er bara gaman, ekki hugsa um að komast í form áður en þið mætið, þið komist í form með því að mæta.
Æfingaáætlun vikunnar er komin inn hér til vinstri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2012 | 15:30
Stígar að verða auðir
Tíminn flýgur áfram og janúar var búinn áður en maður vissi af. Ekki eftir neinu að bíða, með að koma og hreyfa sig með öðrum í skokkhópnum. Stígarnir eru smátt og smátt að verða auðir og bráðum fer að verða bjart úti á æfingatímum.
Æfingaáætlun fyrir vikuna 5.-11. febrúar er kominn á bloggið (sjá hér til vinstri). Sjáumst hress á æfingum vikunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2012 | 22:29
Glæsilegur hópur


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2012 | 16:59
Snjór á undanhaldi, jibbí.
Nú er enn ein æfinga vikan að renna upp, þær hafa verið frekar erfiðar það sem af er þessu ári en nú horfum við björtum augum fram í vikuna því snjór minnkar hratt þessa dagana og stígarnir okkar góðu eru óðum að koma í ljós. Það er alveg frábært að hafa þessa tvo tíma í viku inni þegar veðurfar er eins og það er búið að vera undanfarnar vikur svo endilega nýta sér það og vera dugleg að mæta hjá Maju, tímarnir hennar eru skemmtilegir og við allra hæfi, reyndra sem óreyndra, verið óhrædd við að koma og prufa þó janúar sé að verða búinn, alltaf hægt að byrja.
Hvað er betra en að stunda líkamsræktina úti við og anda að sér íslensku "fjallalofti" ? Maður lendir a.m.k. ekki í vandræðum með flóknar græjur á líkamsræktarstöðvum á meðan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2012 | 09:33
Ný spennandi æfingavika framundan
Nú er æfingaáætlun fyrir vikuna kominn inn á vefinn (sjá hér til vinstri).
Veðrið síðustu vikurnar hefur stundum verið fremur óhagstætt til að stunda útihlaup. Raunin hefur hins vegar verið sú að alltaf hefur mátt finna færar leiðir og hlaupa/ganga eftir upphituðum göngustígum, eða á gervigrasvellinum ef allt annað þraut. Þannig er alltaf hægt að finna leiðir til að stunda nauðsynlega hreyfingu - meira spurning um að ákveða að taka þátt. Stærsta skrefið er að láta verða af því að mæta.
Nú er janúar að verða liðinn, dag farið að lengja og því ekki eftir neinu að bíða með að fara að hreyfa sig. Þó fólk treysti sér ekki til að mæta alltaf á útiæfingar, er um að gera að mæta á inniæfingarnar á þriðjudögum og fimmtudögum.
Viljum endilega hvetja þá sem skoða bloggsíðuna, að kvitta í gestabókina (eða skrifa athugasemd) - fróðlegt að vita hversu margir eru að skoða síðuna.
Bloggar | Breytt 24.1.2012 kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2012 | 20:21
Ennþá nokkur pláss laus !
Á æfingunni í dag (þriðjudag) bættust nokkrir nýjir í hópinn. Alltaf ánægjulegt að fá nýja þátttakendur. Enn er þó pláss fyrir fleiri og um að gera að drífa sig á næstu æfingu, sem er á fimmtudaginn kl. 17:30 fyrir þá sem vilja hlaupa frá Ingunnarskóla eða kl. 18:00 fyrir þá sem mæta beint í salinn í Sæmundarskóla .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2012 | 16:24
Gaman að hreyfa sig saman.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2012 | 16:16
Æfingar vikuna 26. feb. - 3. mars 2012
Mánudaginn 27. febrúar
Hittumst við Ingunnarskóla kl:17:30 og göngum eða skokkum þaðan í ca 45-50 mín. leiðin valin á staðnum, eftir veðri og vindum.
Þriðjudagur 28. febrúar.
Kl: 18:00 er tími hjá Maju í sal Sæmundarskóla, gott að vera búin að hita upp áður, hlaupa aðeins úti. Hittumst við Ingunnarskóla kl: 17:30 og skokkum og göngum saman.
Fimmtudagur 1. mars.
KL: 18:00 er tími hjá Maju í sal Sæmundarskóla, mjög gott að vera heitur og búinn að hreyfa sig áður en komið er inn, hittumst við Ingunnarskóla kl: 17:30 og hreyfum okkur saman.
Laugardagur 3. mars.
Ingunnarskóli kl: 9:00, skokkað eða gengið eftir getu og áhuga. Leiðin verður valin á staðnum, nú eru allar leiðir orðnar færar, úrvalið er fjölbreitt og albjart, hvað er betra en auðir stígar í björtu. Hlökkum öll til að vera saman úti og njóta þess.
Bloggar | Breytt 26.2.2012 kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2012 | 13:37
Skokkað eftir upphituðum göngustígum
Snjórinn að undanförnu hefur takmarkað verulega úrval skokkleiða. Við höfum þó getað skokkað eftir upphituðu göngustígunum í Grafarholtinu, en þeir eru á nokkrum stöðum. Einn slíkur nær samfellt frá Sóltorgi (vestast á holtinu) og inn að Þórðarsveig, meira en 1 km. Í dag (laugardag) mættu 3 skokkarar og skokkuðu nokkrar ferðir fram og tilbaka eftir þessum stíg. Nú er verið að moka stíga í hverfinu og spáð hita yfir frostmarki eitthvað áfram. Vonandi leiðir það til þess að við höfum fljótlega úr fleiri leiðum að velja.
Æfingar næstu vikunnar eru á sérstaka síðu hér til vinstri. Endilega kíkið á hana til að sjá hvenær þið eigið að mæta og hvar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)