Skokkað eftir upphituðum göngustígum

Snjórinn að undanförnu hefur takmarkað verulega úrval skokkleiða. Við höfum þó getað skokkað eftir upphituðu göngustígunum í Grafarholtinu, en þeir eru á nokkrum stöðum. Einn slíkur nær samfellt frá Sóltorgi (vestast á holtinu) og inn að Þórðarsveig, meira en 1 km. Í dag (laugardag) mættu 3 skokkarar og skokkuðu nokkrar ferðir fram og tilbaka eftir þessum stíg. Nú er verið að moka stíga í hverfinu og spáð hita yfir frostmarki eitthvað áfram. Vonandi leiðir það til þess að við höfum fljótlega úr fleiri leiðum að velja.

Æfingar næstu vikunnar eru á sérstaka síðu hér til vinstri. Endilega kíkið á hana til að sjá hvenær þið eigið að mæta og hvar Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er óendanlega þakklát fyrir þennan auða stíg sem við höfum hér og getum hlaupið á en verð líka mjög fegin þegar við höfum fleiri úr að velja og klakinn minnkar, ég datt á rassinn í morgun um leið og ég steig út á klaka til að komast heim eftir hlaupið, meiddi mig ekkert að ráði og harðsperrurnar eru enn á sínum stað, sjáumst á mánudaginn.  Ásdís

Ásdís (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband