15.1.2012 | 16:16
Æfingar vikuna 26. feb. - 3. mars 2012
Mánudaginn 27. febrúar
Hittumst við Ingunnarskóla kl:17:30 og göngum eða skokkum þaðan í ca 45-50 mín. leiðin valin á staðnum, eftir veðri og vindum.
Þriðjudagur 28. febrúar.
Kl: 18:00 er tími hjá Maju í sal Sæmundarskóla, gott að vera búin að hita upp áður, hlaupa aðeins úti. Hittumst við Ingunnarskóla kl: 17:30 og skokkum og göngum saman.
Fimmtudagur 1. mars.
KL: 18:00 er tími hjá Maju í sal Sæmundarskóla, mjög gott að vera heitur og búinn að hreyfa sig áður en komið er inn, hittumst við Ingunnarskóla kl: 17:30 og hreyfum okkur saman.
Laugardagur 3. mars.
Ingunnarskóli kl: 9:00, skokkað eða gengið eftir getu og áhuga. Leiðin verður valin á staðnum, nú eru allar leiðir orðnar færar, úrvalið er fjölbreitt og albjart, hvað er betra en auðir stígar í björtu. Hlökkum öll til að vera saman úti og njóta þess.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.