29.1.2012 | 16:59
Snjór á undanhaldi, jibbí.
Nú er enn ein æfinga vikan að renna upp, þær hafa verið frekar erfiðar það sem af er þessu ári en nú horfum við björtum augum fram í vikuna því snjór minnkar hratt þessa dagana og stígarnir okkar góðu eru óðum að koma í ljós. Það er alveg frábært að hafa þessa tvo tíma í viku inni þegar veðurfar er eins og það er búið að vera undanfarnar vikur svo endilega nýta sér það og vera dugleg að mæta hjá Maju, tímarnir hennar eru skemmtilegir og við allra hæfi, reyndra sem óreyndra, verið óhrædd við að koma og prufa þó janúar sé að verða búinn, alltaf hægt að byrja.
Hvað er betra en að stunda líkamsræktina úti við og anda að sér íslensku "fjallalofti" ? Maður lendir a.m.k. ekki í vandræðum með flóknar græjur á líkamsræktarstöðvum á meðan
Athugasemdir
Koma svo !
Ingi Rúnar (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.