Það komu fram hugmyndir á æfingu nýlega að setja uppskriftir inn á bloggsíðuna. Hér koma nokkrar héðan og þaðan.
*******************************************************
Þessi er góður fyrir hlaup.
1/2 avokadó
1/3 banani
1/2 glas gulrótarsafi
1 msk graskersfræ
slatti af frosnum berjum
lúka af mug baunaspírum (má sleppa)
2 msk ólífuolía
vatn eftir þörfum
allt þeytt saman í blandara og drukkið innan við 10 mín eftir blöndun.
Verði ykkur að góðu, hlaupa kveðja ásdís
Þessi er skálduð af ásdísi, fékk mér eftir laugardagshlaup.
engifer biti eða safi
1 avokado
1 bolli spínat
1/3 gúrka
1/4 tsk sjávarsalt
1/2 sítróna (safinn) + vatn eftir þörfum
olía sett í glas og þeyting hellt í.
Þessar eru fengnar af Smartland Mörtu Maríu á mbl.is 14-01-2012 (http://www.mbl.is/smartland/heilsa/2012/01/14/vinsaelir_heilsudrykkir_eru_vitaminbombur/):
Vinsælir heilsudrykkir eru vítamínbombur
Bláberjabomba
Mjög hollur drykkur og saðsamur sem gæti t.d. verið morgundrykkur.
- 3 appelsínur
- 1 askja bláber (frosin ef önnur fást ekki)
- smávegis kanill
- 1 mangó
- 1 lúka fersk minta
- Appelsínurnar eru skrældar, teknar í sundur og settar í blandara ásamt bláberjum. Mangóið er skrælt og skorið í smáa bita og síðan sett saman við. Bætið kanil og mintu saman við og maukið.
Bláberja-smoothie
- 250 g bláber
- 2 msk. hunang
- 5 dl hrein jógúrt
- fræ úr vanillustöng
- 2 dl hreinn appelsínusafi
- smávegis rifinn appelsínubörkur
- minta
- Setjið bláber, hunang, jógúrt og vanillu í blandara. Bætið síðan appelsínusafa og -berki út í. Maukið drykkinn og setjið í fjögur glös. Skreytið með mintu. Í staðinn fyrir jógúrt má nota vanilluskyr eða gríska jógúrt.
Megrunardrykkur
- ½ l sojamjólk
- 150 g frosin bláber
- ½ cm engifer
- 8-10 mintublöð
- 1 msk. eplacider
- 3 jarðarber
- 3 ísmolar
- Maukið allt saman í blandara eða með töfrasprota.
- Til að setja ofan á drykkinn:
- 2 dl mjólkurfroða (eins og notað er í cappuccino)
- 1 tsk. rifið dökkt súkkulaði
- Þeytið mjólkina þar til hún stífnar og setjið ofan á drykkinn eftir að hann er kominn í fallegt glas. Skreytið með smávegis súkkulaði.
Engifer-smoothie
Þessi drykkur er sagður mikil heilsubomba og fer vel í maga. Þó er varað við að drekka hann of hratt.
- 1 grænt epli, skrælt, kjarnhreinsað og skorið niður
- 1 sítróna, afhýdd og steinlaus
- ½ bolli vatn
- ½ bolli ísmolar
- biti af engifer, afhýtt
- Allt sett í blandara og maukað.
Hollustudrykkur
Fyrir þá sem þola illa mjólkurvörur er þessi drykkur ákaflega góður og einfaldur.
- ½ bolli soja- eða hrísgrjónamjólk
- 12 jarðarber
- ½ bolli frosnar, niðursneiddar ferskjur
- 2 ísmolar
- Allt sett í blandara og maukað.
Verðlaun fyrir bestu mætingu vikuna 4.-10. mars 2012 eru: betri líðan, góður félagsskapur og skemmtilegir æfingatímar. Ómetanlegt - ekki satt ?
Sterkur gulrótardrykkur
Þegar gerðir eru heilsudrykkir er gott að nota ýmislegt grænmeti. Hér eru gulrætur í aðalhlutverki en rauðrófur eru einnig afar hollar.
- ½ bolli eplasafi
- 1 bolli soðnar gulrætur, smátt skornar
- ¼ bolli eplamauk
- smábiti af engiferrót, afhýdd
- ¼ tsk. salt
- 1/8 tsk. cayenne-pipar
- Allt sett í blandara og maukað.
Fyrir börnin
Það er einfalt að koma smoothies-drykkjum ofan í börn enda eru þeir bragðgóðir og ekki síður næringarríkir. Hér er einn vinsæll.
- 1 banani
- frosin ber eða ávextir
- ísmolar
- ½ bolli mjólk
- ½ bolli appelsínusafi
- hrein jógúrt eða skyr
- Allt sett í blandarann og maukað. Það er um að gera að breyta til með frosna ávexti eða ber og magn fer einnig eftir smekk hvers og eins.
Flokkur: Bloggar | 24.2.2012 | 23:51 (breytt 25.3.2012 kl. 22:10) | Facebook