26.2.2012 | 21:14
Gaman saman.
Hópur saman stendur af fólki sem hittist og hefur td. sömu áhugamál. Skokkhópur er hópur fólks sem hefur gaman af því að skokka, gönguhópur er hópur fólks sem hefur gaman af því að ganga.
Skokkhópurinn okkar saman stendur af fólki sem hefur gaman af hvoru tveggja og því fleiri sem stunda æfingar því betra því þá finna allir félaga með sömu getu því fólk fer mis hratt og er með mismunandi markmið en öll höfum við það að markmiði að hreyfa okkur úti og njóta dagsins í nóu súrefni í góðum félagsskap.
Svo nú er ekki eftir neinu að bíða bara mæta og hafa gaman af. Muna, aldrei of seint að byrja.
Athugasemdir
Þið hafið séð uppskriftasíðuna hér til hliðar, ef þið hafið áhuga á að deila með okkur uppskriftum af einhverju góðu og hollu, sem þið hafið örugglega, endilega setjið það hér inn og við komum því á síðuna með hinum uppskriftunum. Hollustuhlaupakveðja.
Ásdís (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 15:42
Þvílík dásemd að fara út að sokka í morgun, vorblíða í lofti og allt gekk vel. Rósustígur er orðinn fær segir Birgir en það vantar Rósu. Eigið góða helgi.
Ásdís (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.