17.4.2012 | 11:26
Sumarhlaup Fram
Nú er sumardagurinn fyrsti í vændum og þá er Fram hlaup frá Ingunnarskóla kl: 10:00 eins og undanfarin ár. Í boði er að hlaupa tvær vegalengdir, 3 km og 7,6 km, allir leggja af stað frá Ingunnarskóla og niður að golfvellinum og yfir hann, eftir 1,5 verður merki og vörður og þar snúa þeir við sem ætla 3 km hinir halda áfram hjá moggahúsinu og vestan við Rauðavatn og hringinn um það aftur upp hjá mogga og yfir golfvöllinn að Ingunnarskóla. Óformleg tímataka og verðlaun í boði fyrir þrjá fyrstu og viðurkenningar fyrir alla krakka, skráning hefst í Ingunnarskóla kl: 9:30.
Endilega fjölmenna með alla úr fjölskyldunni og hafa gaman saman.
Athugasemdir
Glæsilegt í morgun, sólin skein og smá gola, ekta hlaupaveður. Gaman að fá alla sem hlupu, fullt að nýjum andlitum og líka gömlum. Takk allir sem stóðu vörð um brautina og merktu leiðina. Sjáumst á laugardaginn kl: 9:00.
Ásdís (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.