24.4.2012 | 09:46
Hlaupið á sumardaginn fyrsta í frábæru veðri
Nú á sumardaginn fyrsta var Fram hlaupið haldið í Grafarholti og var hægt að velja að hlaupa 3 eða 7,6 km. Mæting í hlaupið var góð og veðrið lék við hlauparana.
Nú eru komnar myndir frá hlaupinu hér á bloggsíðunni.
Keppt var í tveimur flokkum, börn/ungmenni og fullorðnir. Verðlaun voru veitt fyrir fimm efstu sætin í yngri flokknum og þrjú efstu sætin í fullorðinsflokknum. Öll börn fengu auk þess viðurkenningarskjal. Í efstu sætum í hlaupinu voru:
Í barna/ungmennaflokki (3 km):
Sæti: | Nafn | Tími |
1. | Ari Tómas | 17,38 |
2. | Steinn | 18,12 |
3. | Ólöf | 18,49 |
4. | Sólveig | 19,52 |
5. | Jóhann | 23,09 |
Í fullorðinsflokki (7,6 km):
Sæti: | Konur | Tími | Karlar | Tími |
1. | Vigdís | 42,12 | Gunnar Lárus | 35,01 |
2. | Þórunn | 44,0 | Eiríkur Rúnar | 35,15 |
3. | Jóna Hildur | 44,35 | Kjartan | 39,28 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.