Hér er að finna vísur sem ortar hafa verið um skokkhópinn eða taldar eiga vel við um hann.
Á æfingu 8. maí 2012 var tekið vel á því við tröppuhlaup, steinaburð, "hjólböruakstur" og köngulóargang í Úlfarfellshverfinu. Ýmislegt varð undan að láta við átökin. Einn félaginn sem ekki komst á æfinguna, en fékk fréttir af henni eftir á, setti þetta saman.
Bjargið Stefán tekur snar
sterklegur var rumur
Afleiðing aflraunar var
afturhlæðu drunur
Er gengið var á gervigras
getum að má leiða
að hafi fengið hláturgas
Helena og Heiða
Flokkur: Bloggar | 13.5.2012 | 17:52 (breytt kl. 17:58) | Facebook