Vetrar dagskrá.

Nú er vetrar dagskráin klár og birtist hér til hliðar. Ómar verður með okkur í vetur á þriðjudögum og fimmtudögum eins og verið hefur. Þriðjudags æfingin verður í leikfimisal Fram í Safamýri. Það var ákveðið að fara þá leið til prufu til að fá inni æfingar, styrktaræfingar eru nauðsynlegar á móti hlaupunum. Á fimmtidögum hittumst við við Ingunnarskóla og gerum eitthvað skemmtilegt jafnvel óvænt í boði Ómars. Hlaupum saman í vetur og höfum jafn gaman og alltaf. Veður og færð hefur ekki áhrif á mætingu, alltaf farið út. Facebook síðan er notuð daglega til að setja inn allskonar skemmtilegheit.

Haustdagskrá

Þá er orðir frekar haustlegt, hlaupajakkinn tekinn fram í gær í fyrsta skipti síðan snemma í vor. Haust dagskráin verður með þessu hefðbundna sniði eins og verið hefur undanfarna mánuði, sjá hér til vinstri á síðunni.

Hópurinn notaði tæfifætið og kynnti sig og starfið í gær á markaðnum sem haldinn var í Ingunnarskóla á hverfisdeginum "Í holtinu heima", tókst það að okkar mati með miklum ágætum og erum við að vona að fjölgi í hópnum á næstunni. Best er fyrir þá sem koma nýjir inn að mæta fyrst á þriðjudegi eða fimmtudegi þegar Ómar þjálfari er á svæðinu. En nýtt fólk er alltaf velkomið og því tekið opnum örmum.

Skipulag vetrarins er ekki alveg klárt, er í vinnslu :) Hlakka til að mæta á æfingar með ykkur öllum. kv. Ásdís.


Sumar dagskrá.

Þar sem sumarið er nú í algleymingi og gleymst hefur alveg að skrifa hér vegna anna og fría þá setti ég inn dagskrá á æfinga síðuna sem nær alveg fram að Reykjavíkur maraþoni. Margir stefna á einhverja hlaupa lengd þar og það er svona uppskeruhátíð í lok sumars þó nó sé eftir að góðum dögum í lok ágúst of september. Hlakka til að æfa með ykkur og Ómari það er svo gaman. kv. Ásdís.  Cool

Árangur og framfarir.

Þeir sem hreifa sig reglulega gera það í ýmsum tilgangi, allir sem eru duglegir að mæta á æfingar og gera sitt besta geta séð árangur sinn í ýmsu og fundið fyrir betri líðan. Árangur og framfarir eru mælanleg á ýmsan hátt t.d. með þátttöku í hlaupum og líka með því að bera sig saman við sjálfan sig, skrá niður það sem farið er, það getur verið mjög gaman. Inni á síðu sem heitir "hlaup.com" er hægt að halda utan um svona skráningar, hvet ykkur sem áhuga hafið að kynna ykkur það, ég er búin að skrá allar mínar æfingar þar síðan ég byrjaði að hlaupa og get t.d. sé hvað ég hef farið langt áhverju skópari, ....................

Sól og alltaf blíða :)

Sumarið í allri sinni fegurð gladdi okkur síðari hluta liðinnar viku. Á fimmtudaginn s.l. tóku nokkrir eldsprækir félagar úr hópnum þátt í miðnæturhlaupinu og allir voru að setja met, sumir að slá gömul met og aðrir að setja sín fyrstu. gott var að hafa félaga á hliðarlínunni við markið og hvetja og klappa fyrir okkur sem hlupum. Næsta vika verður skemmtileg eins og allar hinar, hlakka til að vera með ykkur.Grin

Svo er best að minna ykkur sem ekki eruð búin að borga Fram fyrir núverandi tímabil sem er júní til og með september að drífa í því, hafið samband við Daða hjá Fram ef ykkur vantar upplýsingar.Wizard


Ganga, skokka, hlaupa.

Góð vika að baki sem endaði á kvennahlaupi í frábæri veðir. Framundan er vika góðra fyrirheita og markmiða. Miðnæturhlaup Suzuki er á fimmtudagskvöldið, gaman væri að fjölmenna þangað, þar er alltaf stemning og margir hlauparar, nú er boðið upp á nýjar hlaupaleiðir, sjá nánari upplýsingar á hlaup.is.

Sumar, sumar, sumar og sól.

Allir að syngja með. Sjáið æfinga listann hér til vinstri. Ómar kemur beint upp í Ingunnarskóla á þriðjudögum og fimmtudögum kl: 17:30 og æfingin hefst strax þá.

Margt var í gangi í síðustu viku og um helgina, tveir úr hópnum fóru í 7 tinda hlaupið og tóku einn og þrjá tinda, einn úr hópnum var að keppa á landsmóti UMFÍ 50+ og hinir voru örugglega allir að gera eitthvað skemmtilegt líka. Hittumst öll kát og hress og hlaupum, skokkum og göngum saman það er svo gaman.


Ný afingatafla hér til hliðar.

Sjá nýa tímatöflu hér til hliðar.

Fimmtudagsæfingin núna 7. júní hefst við Ingunnarskóla kl: 17:30 og Ómar mætir þá strax. Erum að hugsa um að stytta tímann sem fer í æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum og Ómar mætir þá kl: 17:30 og hefur æfinguna þá.


Breyting á tíma á fimmtudaginn 31. MAÍ.

Það voru umræður um tímasetningu æfinganna á fimmtudögum og þriðjudögum, sumum finnst þær byrja frekar seint og öðrum finnst þær langar, þannig að það var ákveðið að næsta fimmtudag byrjar æfingin með Ómari kl:17:30 við gerfigrasvöllinn í Úlfasárdal. Endilega látið í ykkur heyra með hvaða tími hentar ykkur best, það má setja það hér fyrir neðan. Sjáumst hress og kát Cool

Maí - gleði. 23. maí kl: 17:30

Almenningsíþróttadeild Fram, sem erum við Skokkhópurinn og leikfinihópurinn hennar jónu Hildar í Safamýri, ætlum að standa fyrir Maí - gleði, miðvikudaginn 23. Hittumst í Úlfarsárdalnum við aðstöðu Fram kl: 17:30 og göngum á Úlfarsfell, á eftir getum við grillað saman en það verður hver að koma með fyrir sig á grillið, endilega koma og hafa gaman saman. Skrifið ykkur endilega hér fyrir neðan sem komist með.

Hætt við vegna dræmrar þáttöku, reynum aftur síðar. :(


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband